• Frelsisflokkurinn vill afnema núverandi innflytjendalöggjöf og taka upp mun skynsamari og aðhaldssamari stefnu í þessum málum.

  • Flokkurinn lítur til Dana í þessum efnum og eins og hjá þeim ætti takmarkið að vera að engir svokallaðir hælisleitendur fái hér hæli.Við viljum afturköllun á samþykki Íslands við svokölluðum Maracesh samningi Sameinuðu þjóðanna um landaflutninga föru- og flóttafólks. Útlendingar sem flytjast til landsins á lögmætum forsendum aðlagist íslensku samfélagi og læri íslensku. Íslenskur ríkisborgararéttur er verðmætur, hann sé aðeins veittur hafi viðkomandi virt lög og reglur og aðlagast samfélaginu og sé með grunnþekkingu á íslenskri tungu. Gagnkvæmar skyldur og réttindi eiga að fylgja íslenskum ríkisborgararétti.

  • Flokkurinn varar við íslamsvæðingu Evrópu, sem með öfgum og hryðjuverkum ógnar lýðræði og friðsömum samfélögum vesturlanda. Frelsisflokkurinn er tilbúinn að Ísland taki við svokölluðum kvótaflóttamönnum í einhverjum mæli innan skynsamlegra marka og á okkar forsendum, þannig að vel fari.

  • Flokkurinn telur lang best að flótta- og förufólki  sé alfarið hjálpað heima hjá sér eða sem næst þeim svæðum sem þau er frá. Þannig næst að hjálpa miklu fleirum til sjálfsbjargar.