Utanríkismál

  • Frelsisflokkurinn hafnar alfarið aðild Íslands að ESB og Schengen, og vill uppsögn á EES samningnum.
  • Flokkurinn vill með því styrkja lýðræðið og endurheimta fullveldið og að lagasetningarvaldið og dómsvaldið verði alfarið í höndum þjóðarinnar.
  • Flokkurinn vill tvíhliða viðskiptasamning við ESB, sbr. Bretland og Kanada. Frelsisflokkurinn styður aðild að Nato en vill jafnframt efla norrænt samstarf, ekki síst við nánustu nágranna okkar Færeyinga og Grænlendinga. Óskoruð fullveldisyfirráð yfir landamærum og landhelgi íslands er hornsteinn þjóðríkjahugsjónarinnar.
  • Flokkurinn styður frjálsa viðskiptasamninga frjálsra þjóða um heim allan á jafnréttisgrundvelli til hagsbóta öllum þjóðríkjum.
  • Flokkurinn berst því gegn hinni óheftu alþjóðavæðingu (globalisma) sem stórskaðað hefur lýðræðið og hagsmuni og lífsafkomu íbúa þjóðríkja víða um heim.
  • Flokkurinn vill tafarlaust afnám viðskiptabanns á Rússa.
Image