Náttúruauðlindir eru eign þjóðarinnar!

  • Frelsisflokkurinn vill auka frelsi og ábyrgð í fiskveiðimálum. Sjávarútvegsauðlindin verði ávallt eign þjóðarinnar undir umsjá Íslenska ríkisins samkvæmt stjórnarskrá. Strandveiðikerfið verði lagt niður.
  • Flokkurinn stefnir að því að gefa handfæraveiðar smábáta frjálsar innan 25 mílna sem eru í eigu einyrkja (einstaklinga) fyrir báta undir 10 metrum verði frjálsar yfir mánuðina 1. apríl til 30. september, alla virka vikudaga.
  • Grunnslóð 25 mílna viðmið skal gefið frí frá togveiðum og snurvoð frá 1. apríl til loka september. Allur afli smábátanna verði skylt að að setja á frjálsan opinn fiskmarkað. Veiðar þessar verði háðar veiðigjöldum eins og þær eru á hverjum tíma og undir eftirliti Fiskistofu og Landhelgisgæslu.
  • Kvótakerfið verði ekki aflagt en tekið til endurskoðunar og tekin upp svokölluð fyriningarleið kvótans. Það er að allur kvóti fyrnist um 5% á hverju fiskveiðiári. Það er allur kvótinn innkallist á 20 árum.
  • Fyrndir kvótar fari á opinn uppboðsmarkað.
  • Andvirðið renni til auðlindasjóðs Ríkisins.
  • Stefnt skuli að aðskilnaði veiða og vinnslu til lengri tíma litið.
  • Kvótahöfum verði gert skylt að landa sem mestum afla á frjálsan opinn fiskmarkað. Þessu markmiði verði náð í áföngum á næstu 8 árum, með lagasetningu.
  • Flokkurinn vill að allar helstu auðlindir verði í eigu þjóðarinnar og veigamestu samfélagsfyrirtækin s.s. Landsvirkjun, Landsnet og helstu orku og vatnsfyrirtæki verði áfram í eigu þjóðarinnar.
  • Allir Orkupakkar ESB verði afturkallaðir þegar í stað. Orkan verði alfarið nýtt inanlands og engir sæstrengir til rafmagnsflutninga verði lagðir.
Image