Menntamál

  • Frelsisflokkurinn vill að menntakerfið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar.
  • Flokkurinn leggur áherslu á að frelsi einstaklingsins sé haft að leiðarljósi.
  • Flokkurinn vill afríkisvæða skólakerfið í áföngum og að hagræðing með auknum einkarekstri og samkeppni í skóla og menntamálum fái notið sín, nemendum og samfélaginu til heilla. Kennarar og kennarahópar geti boðið í vissar kennslugreinar og samkeppni náist um gæði og hagræðingu námsefnisins nemendum og skólastarfi til heilla.
  • Eftirlit og heildarskipulag verði þó áfram í höndum ríkisins, sem sjái um útboðsgerð og gerð námsskrár.
  • Flokkurinn vill að teknir verði upp námsstyrkir í stað námslána til 30 ára aldurs.
  • F vill að kristin fræðsla verði aftur tekin upp í grunnskólum og að trúarbragðafræði fái þar minna rúm, sem því nemur.
  • Frelsisflokkurinn varar alvarlega við þeim heilaþvotti sem stundaður er í nafni menningarmarxisma í skólakerfi landsins, allt frá leikskóla til háskólastigs. Endurskoða þarf námsefnið frá grunni þannig að einsleitni og pólitískum áróðri sé ekki leyft að grassera.
  • Tryggja þarf tjáningar- og málfrelsi innan skólastarfsins og að ólík sjónarmið fái að heyrast.
Image