Menning

  • Frelsisflokkurinn styður af alhug menningu og listir.
  • Flokkurinn styður af alefli frumkvæði og nýsköpun listamanna. Þó svo að við styðjum það að ríki og sveitarfélög reki og setji fjármuni í að efla listsköpun á sem flestum sviðum. Þá viljum við einnig að einstaklingsframtakið fái að blómstra og þeir fái meiri möguleika á fjárstuðningi opinberra aðilla. Frelsisflokkurinn hafnar allri spillingu og klíkuskap sem því miður er alltof áberandi meðal þeirra sem eru á ríkisspenanum.
  • Flokkurinn hafnar alfarið núverandi úthlutunarkerfi listamannalauna, vill endurskoða kerfið og betrumbæta í takt við nýja tíma.
  • Frelsisflokkurinn er algerlega andvígur því ríkisstjórnarfrumvarpi sem liggur fyrir um að íslensk mannanafnahefð sé brotin á bak aftur Og mannanafnanefnd lögð niður.
Image