INNANRÍKISMÁL OG LÝÐRÆÐISVAKNING

Frelsisflokkurinn berst gegn miðstýringu þjóðfélagsins, gegn
hvers kyns spillingu, en fyrir frelsi og rétti einstaklinga og samtaka þeirra.

FRELSI er aðalkjarni í hugmyndafræði Frelsisflokksins.
Flokkurinn ber jafnrétti þegnanna fyrir brjósi og að fátækt eigi ekki að líðast á Íslandi. Málefni öryrkja og aldraða verða ætið í fyrirrúmi.

Íslenskir þegnar eiga ætið að njóta ávaxtana af starfi sínu.

  • Flokkurinn vill valddreifingu og jafnrétti landshlutanna.
  • Flokkurinn styður auknar þjóðaratkvæðagreislur um stór og umdeild mál.
  • Flokkurinn vill allsherjar uppstokkun og mannfækkun í öllu stjórnkerfi landsins, æviráðning embættismanna verði aflögð og skipunatími ráðuneytisstjóra fylgi viðkomandi ráðherra sem hann velur sér hverju sinni.
  • Flokkurinn vill skera niður í eftirlits- og stofnana iðnaðinum sem hér hefur blásið út í boði ESB. Báknið burt og stofnanir lagðar niður eða skorið verulega niður.
  • Flokkurinn vill að Ísland verði að einu kjördæmi og hvert atkvæði vegi jafnt. Til að sporna við kjördæmapoti og flokksræðis spillingu og til að efla beint lýðræði þá vill Flokkurinn að við alþingiskosningar hafi kjósandi frelsi til að raða efstu mönnum á þann flokkslista sem hann kýs hverju sinni.
  • Flokkurinn styður stórherta löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og aukna þátttöku íslendinga sjálfra í vörnum og öryggi landsins. Frelsisflokkurinn vill flugvöllinn áfram í Reykjavík.   

Opinbert gagnsæi stórbætt og „báknið“ birt.   
Flokkurinn krefst þess að leyniboxið til 110 ára á Alþingi verði opnað tafarlaust og opinberað almenningi!