Lýðheilsa

  • Frelsisflokkurinn vill auka hagræðingu og skilvirkni í heilbrigðismálum þjóðarinnar með stórauknum einkarekstri í heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu.
  • Flokkurinn vill að yfirstjórn og eftirlit heilbrigðismála verði áfram undir yfirstjórn ríkisins sem sjái um útboð heilbrigðisþjónustunnar á sem flestum sviðum.
  • Flokkurinn vill þó tryggja jafnræði allra þegna og að öllum einstaklingum sé tryggður jafn aðgangur að heilbrigðis- og velferðarkerfinu og að beinni kostnaðarþáttöku almennings sé haldið í lágmarki.
  • Flokkurinn vill öfluga uppbyggingu einkarekinna hjúkrunarheimila fyrir aldraða.
  • Flokkurinn hafnar nýjum fóstureyðingarlögum og telur gengið alltof langt og í raun siðlaus lög þar sem heimilað er að deyða barn í móðurkvið fram að 23. viku meðgöngu sem er rúmlega hálf meðganga og vill flokkurinn að gömlu lögin verði tekin upp aftur sem mikil sátt var um en þar er fóstureyðing heimild fram að 12. viku eða 16. viku í neyðartilvikum.
Image