Image

- Öðruvísi stjórnmál –

Frelsisflokkurinn var stofnaður sumarið 2017. Flokkurinn var stofnaður af fólki sem stutt hafði hina ýmsu stjórnmálaflokka, en var óánægt með stjórnmálaþróunina og vildi sjá aðrar áherslur og öðruvísi stjórnmál. Undirritaður hefur verið formaður flokksins frá upphafi og Ágúst Örn Gíslason er varaformaður. Samtals eru 15 manns í stjórn Frelsisflokksins. Flokkurinn er fullstofnaðaur með lögheimili og kennitölu og hefur fengið úthlutað listabókstafinn Þ. Flokkurinn heldur ekki úti reglulegfri félagaskrá en í þess stað höldum við úti öflugri FB síðu um þjóðfélagsmál sem heitir „Frelsisflokkurinn og velunnarar“ og þar eru nú yfir 600 innskráðir fylgjendur.

Flokkurinn áræddi ekki að bjóða fram til Alþingis í kosningunum þá um haustið sem báru brátt að. Flokkurinn bauð hinns vegar fram til Borgarstjórnarkosninganna vorið 2018. Segja má að sveitarstjórnarmál séu ekki meðal aðal áherslu- og stefnumála Frelsisflokksins. Engu að síður vakti kynning okkar á framboðslista flokksins við Ráðhús Reykjavíkur talsverða athygli þar sem við færðum borgarstjóra gjafir og kynntum helstu stefnumál framboðsins. Flokkurinn mældist í a.m.k. tveimur skoðanakönnunum þar skömmu á eftir með efnilegt byrjendafylgi. Framboðum fjölgaði síðan mjög og voru tvö framboðanna með líkar áherslur og við. Við reyndum að finna samstarfsgrundvöll við þessi tvö framboð en það brást og svo fór að hvorki við né hin framboðin tvö náðu neinu flugi og fengu heldur engan mann í borgarstjórn. Flokkurinn hefur haldið reglulega fundi um stjórnmálaásatandið og að móta stefnu sem væri andóf við ríkjandi rétttrúnaðar stjórnmál og vinstra miðjumoðið og andþjóðleg öfl sem vaða uppi í íslensku stjórnmálaflokkunum. Segja má þó að síðasta ár með Kóvit 19 hafi reynst okkur og öllu félagsstarfi mjög erfitt. Við teljum hinns vegar að flokkurinn eigi fullt erindi við íslensku þjóðina og okkar tími mun koma. Þess vegna heldur starfið áfram og flokkurinn hefur nú nýlega uppfært þessa nýju heimasíðu Frelsisflokksins, www.frelsisflokkurinn.is, þar sem stjórn flokksins kynnir drög að nýrri stefnuskrá flokksins í landsmálunum. Í þessari nýju stefnuskrá kynnum við allt aðrar og öðruvísi áherslur í öllum helstu málunum allt frá utanríksismálum til innanlandsmála. Ég vil hvetja fólk að kynna sér þessi nýju drög að stefnuskrá flokksins og áhugasama að hafa smaband við okkur, ef flokkurinn fær góðar undirtektir við stefnu sína og markmið munum við freysta þess að bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningununum nú í haust.

Lokaorð

Alls staðar í löndunum í kringum okkur hafa sprottið upp flokkar svipaðir okkar í stefnumálum. Það hefur tekið tíma fyrir þá að brjóta múrinn og komast til áhrifa en nú eru systurflokkar okkar í nágrannalöndum okkar alls staðar orðnir öflugir flokkar sem hafa komist til áhrifa og í raun breytt umræðunni og áherslum hinna flokkana líka. Ég nefni hér Framfaraflokkinn í Noregi, Svíþjóðar Demókratana í Svíþjóð, Sanna Finna í Finnlandi og Danska þjóðarflokkinn í Danmörku. Í raun er það ert algerlega lífsnauðsynlegt fyrir íslensk stjórnmál að fá fram þjóðlegt, framsækið en borgaralegt afl eins og Frelsisflokkinn, það myndi gerbreyta íslenskum stjórnmálum verulega ef rödd okkar fengi að heyrast á Alþingi.

Með kærri kveðju

Gunnlaugur Ingvarsson
Formaður Frelsisflokksins