Fjölmiðlafrelsi

 • Frelsisflokkurinn styður frjálsa og fjölbreytta íslenska fjölmiðla.
 • Flokkurinn vill að RÚV verði lagt niður og lokað í áföngum á næstu 4 árum.
 • Ríkisrekinn fjölmiðill er tímaskekkja, auk þess sem RÚV hefur algerlega misfarið með hlutverk sitt sem hlutlaus fjölmiðill. Fréttamennska þeirra og öll efnistök hafa verið í þága menningarmarxisma og hreins áróðurs fyrir sjónarmiðum vinstri stjórnmála. RÚV fari strax af auglýsingamarkaði.
 • Útvarpsgjaldið verði aflagt.
 • Rás 2 verði seld strax.
 • Fréttastofur RÚV lokaðar á næstu 2 árum.
 • Öllum rekstri RÚV verði hætt innan 4 ára.
 • Þjóðminjasafni Íslands verði falið að gæta ýmissa muna úr sögu RÚV. Háskólabókasafninu verði falið að gæta alls dagskrárefnis, varðveita það og veita fjölmiðlum og almenningi aðgang að því. Í stað þess menningarhlutverks sem RÚV hafði með að fara áður, taki frjálsir fjölmiðlar nú yfir.
 • Stofnaður verði sérstakur fjölmiðla- og menningarsjóður og í hann greiði hver einstaklingur u.þ.b. helming af því sem útvarpsgjaldið er.
 • Almenningur geti sjálfur haft frelsi til að ánafna allt að helming þessa gjalds til eins eða fleiri viðurkenndra fjölmiðla.
 • Sjóður þessi fari beint í að efla innlenda dagskrárgerð og fréttaefnis og geta fjölmiðlar sótt í hann fé til slíkra verkefna eftir settum reglum.
Image