Efnahagsmál

  • Flokkurinn telur að nú stefni í neyðarástand í efnahagsmálum þjóðarinnar vegna afleiðinga Kóvid. Grípa þarf til sterkra aðgerða til að minnka skuldabagga þjóðarinnar.
  • Flokkurinn leggur til að stofnaður verði einn samfélagsbanki með því að Íslandsbanki verði sameinaður Landsbankanum og að stór hluti af eigin fé hinns sameinað þjóðarbanka verði nýtt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs.
  • Hér er um gríðarlega fjármuni að ræða.
  • Kannað verði að innheimta hluta af skattainneign ríkissjóðs hjá lífeyrissjóðunum og þeir miklu fjármunir nýttir til lækkunar ríkisskulda, þannig verði komið í veg fyrir skattahækkanir og niðurskurð.
  • Afnám verðtryggingar m.a af húsnæðislánum til samræmis við okkar helstu viðskipaþjóðir.
Image