Grunnstefna Frelsisflokksins

FrelsisflokkurinnUncategorizedLeave a Comment

FRELSISFLOKKURINN STENDUR VÖRÐ UM ÍSLENSKT FULLVELDI OG ÞJÓÐFRELSI ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR. FLOKKURINN VILL VARÐVEITA OG EFLA ÍSLENSKA ÞJÓÐMENNINGU OG TUNGU EN HAFNAR ÓHEFTRI FJÖLMENNINGARSTEFNU SEM HÉR ER KEYRÐ ÁFRAM AF PÓLITÍSKUM RÉTTTRÚNAÐI, SEM HVERGI ANNARS STAÐAR HEFUR GENGIÐ UPP.  
FLOKKURINN STYÐUR VESTRÆN GILDI OG ÞJÓÐLEG BORGARALEG VIÐHORF OG STENDUR VÖRÐ UM KRISTNA TRÚ. FRELSISFLOKKURINN VIRÐIR TRÚFRELSI ANNARRA SVO FRAMARLEGA SEM GRUNNGILDI ÍSLENSKS SAMFÉLAGS SÉU VIRT, JAFNRÉTTI KYNJANNA OG ALMENN MANNRÉTTINDI.
FLOKKURINN TEKUR ALMANNAHAGSMUNI FRAMYFIR SÉRHAGSMUNI. FRELSI EINSTAKLINGSINS OG LÝÐRÆÐIÐ ER HORNSTEINN SAMFÉLAGSINS.  ÞJÓÐRÍKJAHUGSJÓNIN OG FRELSI OG FULLVELDI ÞJÓÐA ER GRUNNSTEFNA FRELSISFLOKKSINS.

UTANRÍKISMÁL

Frelsisflokkurinn hafnar alfarið aðild Íslands að ESB og Schengen, og vill uppsögn á EES samningnum. Flokkurinn vill með því styrkja lýðræðið og endurheimta fullveldið og að lagasetningarvaldið og dómsvaldið verði alfarið í höndum þjóðarinnar. Flokkurinn vill tvíhliða við-
skiptasamning við ESB, sbr. Bretland og Kanada.

Frelsisflokkurinn styður aðild að Nato en vill  jafnframt efla norrænt samstarf, ekki síst við nánustu nágranna okkar Færeyinga og Grænlendinga.

Óskoruð fullveldisyfirráð yfir landamærum og landhelgi íslands er hornsteinn þjóðríkjahug-
sjónarinnar. F styður frjálsa viðskiptasamninga frjálsra þjóða um heim allan á jafnréttisgrund-
velli til hagsbóta öllum þjóðríkjum. F berst því gegn hinni óheftu alþjóðavæðingu (globalisma) sem stórskaðað hefur lýðræðið og hagsmuni og lífsafkomu íbúa þjóðríkja víða um heim.

Flokkurinn vill tafarlaust afnám viðskiptabanns á Rússa.

ÚTLENDINGA- OG INNFLYTJENDAMÁL

Frelsisflokkurinn vill afnema núverandi innflytjendalöggjöf og taka upp mun skynsamari og aðhaldssamari stefnu í þessum málum. Fa lítur til Dana og Norðmanna í þessum efnum og eins og hjá þeim ætti takmarkið að vera að enagir svokallaðir hælisleitendur fái hér hæli.

Við viljum afturköllun á samþykki Ísalands við svokölluðum Maracesh samningi Sameinuðu þjóðanna um landaflutninga föru- og flóttafólks. Útlendingar sem flytjast til landsins á lögmætum forsendum aðlagist íslensku samfélagi. Íslenskur ríkisborgararéttur er verðmætur, hann sé aðeins veittur hafi viðkomandi virt lög og reglur og aðlagast samfélaginu og sé með grunnþekkingu á íslenskri tungu. Gagnkvæmar skyldur og réttindi eiga að fylgja íslenskum ríkisborgararétti.

Flokkurinn varar við íslamsvæðingu Evrópu, sem með öfgum og hryðjuverkum ógnar lýðræði og friðsömum samfélögum vesturlanda. Frelsisflokkurinn er tilbúinn að Ísland taki við svokölluðum kvótaflóttamönnum í einhverjum mæli innan skynsamlegra marka og á okkar forsendum, þannig að vel fari.

Flokkurinn telur lang best að flótta- og förufólki  sé alfarið hjálpað heima hjá sér eða sem næst þeim svæðum sem þau er frá. Þannig næst að hjálpa miklu fleirum til sjálfsbjargar.

UMHVERFISMÁL

Frelsisflokkurinn hafnar öllum öfgum í umhverfis- og loftslagsmálum. Ísland er og hefur verið til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og viljum vera þar áfram. Flokkurinn styðjur því í eðlilegum áföngum orkuskipti þjóðarinnar og villl ábyrga og skynsama stefnu á okkar forsendum sem miðar við hagsmuni og þarfir íslensku þjóðarinnar. F vill nú þegar afturkalla allar óábyrgar alþjóðlegar fjárskuldbindingar upp á hundruðir milljarða í málaflokknum. Frelsisflokkurinn  hafnar alfarið hálendisþjóðgarði eða frekari stofnana- og ríkisvæðingu landsins.

Sjávarútvegs- og auðlindamál.

Frelsisflokkurinn vill auka frelsi og ábyrgð í fiskveiðimálum.

Sjávarútvegsauðlindin verði ávallt eign þjóðarinnar undir umsjá Íslenska ríkisins samkvæmt stjórnarskrá.

Handfæraveiðar smábáta innan 25 mílna sem eru í eigu einyrkja (einstaklinga) fyrir báta undir 12 metrum verði  frjálsar yfir mánuðina 1. maí til 30. september, alla virka vikudaga, 12 tíma á sólarhring.

Allur afli smábátanna verði skylt að að setja á frjálsan opinn fiskmarkað. Veiðar þessar verði háðar veiðigjöldum eins og þær eru á hverjum tíma og undir eftirliti Fiskistofu og Landhelgisgæslu.

Kvótakerfið verði ekki aflagt en tekið til endurskoðunar og tekin upp svokölluð fyriningarleið kvótans. Það er að allur kvóti fyrnist um 5% á hverju fiskveiðiári. Fyrndir kvótar fari á opinn uppboðsmarkað. Andvirðið renni til auðlindasjóðs Ríkisins. Stefnt skuli að aðskilnaði veiða og vinnslu til lengri tíma litið.

Kvótahöfum verði gert skylt að landa sem mestum afla á frjálsan opinn fiskmarkað. Þessu markmiði verði náð í áföngum á næstu 8 árum.

Frelsisflokkurinn vill að allar helstu auðlindir verði í eigu þjóðarinnar og veigamestu samfélagsfyrirtækin s.s. Landsvirkjun, Landsnet og helstu orku og vatnsfyrirtæki verði áfram í eigu þjóðarinnar. Allir Orkupakkar ESB verði afturkallaðir þegar í stað. Orkan verði alfarið nýtt inanlands og engir sæstrengir til rafmagnsflutninga verði lagðir.

INNANRÍKISMÁL OG LÝÐRÆÐISVAKNING

Frelsisflokkurinn berst gegn miðstýringu þjóðfélagsins, gegn
hvers kyns spillingu, en fyrir frelsi og rétti einstaklinga og samtaka þeirra. FRELSI er aðalkjarni í hugmyndafræði Frelsisflokksins. Flokkurinn ber jafnrétti þegnanna fyrir brjósi og að fátækt eigi ekki að líðast á Íslandi. Málefni öryrkja og aldraða verða ætið í fyrirrúmi.  Íslenskir þegnar eiga ætið að njóta ávaxtana af starfi sínu og forgangs í íslensku samfélagi.

Flokkurinn vill valddreifingu og jafnrétti landshlutanna. Flokkurinn styður auknar þjóðaratkvæðagreislur um stór og umdeild mál. F vill allsherjar uppstokkun og mannfækkun í öllu stjórnkerfi landsins, æviráðning embættismanna verði aflögð og skipunatími ráðuneytisstjóra fylgi viðkomandi ráðherra sem hann velur sér hverju sinni. Fl vill skera niður í eftirlits- og stofnana iðnaðinum sem hér hefur blásið út í boði ESB. Báknið burt og stofnanir lagðar niður eða skorið verulega niður. F vill að Ísland verði að einu kjördæmi og hvert atkvæði vegi jafnt. Til að sporna við kjördæmapoti og flokksræðis spillingu og til að efla beint lýðræði þá vill F að við alþingiskosningar hafi kjósandi frelsi til að raða efstu mönnum á þann flokkslista sem hann kýs hverju sinni.

Flokkurinn styður stórherta löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og aukna þátttöku íslendinga sjálfra í vörnum og öryggi landsins. Frelsisflokkurinn vill flugvöllinn áfram í Reykjavík.
Opinbert gagnsæi stótbætt og „báknið“ birt.
Flokkurinn krefst þess að leyniboxið til 110 ára á Alþingi verði opnað tafarlaust og opinberað almenningi !

FJÖLMIÐLAR

Frelsisflokkurinn styður frjálsa og fjölbreytta íslenska fjölmiðla. F vill að RÚV verði lagt niður og lokað í áföngum á næstu 4 árum. Ríkisrekinn fjölmiðill er tímaskekkja, auk þess sem RÚV hefur algerlega misfarið með hlutverk sitt sem hlutlaus fjölmiðill. Fréttamennska þeirra og öll efnistök hafa verið í þága menningarmarxisma og hreins áróðurs fyrir sjónarmiðum vinstri stjórnmála. RÚV fari strax af auglýsingamarkaði. Útvarpsgjaldið verði aflagt. Rás 2 verði seld strax. Fréttastofur RÚV lokaðar á næstu 2 árum. Öllum rekstri RÚV verði hætt innan 4ura ára. Þjóðminjasafni Íslands verði falið að gæta ýmissa muna úr sögu RÚV. Háskólabókasafninu verði falið að gæta alls dagskrárefnis, varðveita það og veita fjölmiðlum og almenningi aðgang að því. Í stað þess menningarhlutverks sem RÚV hafði með að fara áður, taki frjálsir fjölmiðlar nú yfir. Stofnaður verði sérstakur fjölmiðla- og menningarsjóður og í hann greiði hver einstaklingur u.þ.b. helming af því sem útvarpsgjaldið er. Almenningur geti sjálfur haft frelsi til að ánafna allt að helming þessa gjalds til eins eða fleiri viðurkenndra fjölmiðla.  Sjóður þessi fari beint í að efla innlenda dagskrárgerð og fréttaefnis og geta fjölmiðlar sótt í hann fé til slíkra verkefna eftir settum reglum.

LANDBÚNAÐARMÁL.

Frelsisflokkurinn vill standa öflugan vörð um íslenskan landbúnað og íslenska bústofna. F vill efla íslenska garðyrkju með verulegri lækkun raforkuverðs til greinarinnar í heild. F vill efla íslenskt fiskeldi með ráðum og dáð.

Flokkurinn telur að með því að losna undan miðstýringarvaldi og afskiptasem ESB/EES  þá muni íslenskur landbúnaður blómstra sem aldrei fyrr.

MENNTAMÁL

Frelsisflokkurinn vill að menntakerfið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. F leggur áherslu á að frelsi einstaklingsins sé haft að leiðarljósi. F vill afríkisvæða skólakerfið í áföngum og að hagræðing með auknum einkarekstri og samkeppni í skóla og menntamálum fái notið sín, nemendum og samfélaginu til heilla. Eftirlit og heildarskipulag verði þó áfram í höndum ríkisins. F vill að teknir verði upp námsstyrkir í stað námslána til 30 ára aldurs. F vill að kristin fræðsla verði aftur tekin upp í grunnskólum og að trúarbragðafræði fái þar minna rúm.

Flokkurinn varar alvarlega við þeim heilaþvotti sem stundaður er í nafni menningarmarxisma í skólakerfi landsins, allt frá leikskóla til háskólastigs. Endurskoða þarf námsefnið frá grunni þannig að einsleitni og pólitískum áróðri sé ekki leyft að grassera. Tryggja þarf tjáningar- og málfrelsi innan skólastarfsins og að ólík sjónarmið fái að heyrast.

HEILBRIGÐISMÁL

Frelsisflokkurinn vill auka hagræðingu og skilvirkni í heilbrigðismálum þjóðarinnar með stórauknum einkarekstri í heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu. Flokkurinn vill þó tryggja jafnræði allra þegna og  að öllum einstaklingum sé tryggður jafn aðgangur að heilbrigðis- og velferðarkerfinu og að kostnaði sé haldið í lágmarki. Flokkurinn vill öfluga uppbyggingu einkarekinna hjúkrunarheimila fyrir aðdraða.

EFNAHAGSMÁL

Flokkurinn telur að nú stefni í neyðarástand í efnahagsmálum þjóðarinnar vegna afleiðinga Kóvid. Grípa þarf til sterkra aðgerða til að minnka skuldabagga þjóðarinnar. Flokkurinn leggur til að stofnaður verði einn samfélagsbanki með því að Íslandsbanki verði sameinaður Landsbankanum og að stór hluti af eigin fé hinns sameinað þjóðarbanka verði nýtt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Hér er um gríðarlega fjármuni að ræða.

Kannað verði að innheimta hluta af skattainneign ríkissjóðs hjá lífeyrissjóðunum og þeir miklu fjármunir nýttir til lækkunar ríkisskulda. Þannig verði komið í veg fyrir skattahækkanir og niðurskurð. Verðtryggingin verði afnumin.

SAMGÖNGUMÁL

Frelsisflokkurinn vill stór auka fjármuni til vegagerðar um land allt, þetta á bæði við um stofnæðar út úr Reykjavík s.s. Sundabrautina og einnig á landsbyggðinni þar sem þarf að ráðast í mörg stór verkefni

Flokkurinn hafnar öllum tímaskekkju áformum um að byggja tröllaukna borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *