Frelsisflokkurinn

Fyrir land og þjóð! 

STARFIÐ

Frelsisfokkurinn byggir starf sitt á félagsgjöldum, frjálsum framlögum og styrkjum frá einstaklingum og lögaðilum.

Hægt er að styrkja flokkinn með því að leggja inn á reikning hans.
GERAST MEÐLIMUR

Félagsgjöld eru 3.000 kr. á ári og eru innheimt í júní.

Reikningsnúmer: 1161-26-170617. Kennitala: 680617-0230.
ÖRYGGISMÁL

Það er mat okkar að fjölmenningarstefnan hafi brugðist og að fjölmenningarsamfélög séu ekki að virka.

Flokkurinn berst gegn óheftri alþjóðavæðingu sem skaðað hefur hagsmuni og lífsafkomu íbúa landa víða um heim og er á góðri leið með að eyðileggja sérkenni þjóðríkja og menningu.

Frelsisflokkurinn var stofnaður af áhugafólki um ábyrg og heiðarleg stjórnmál þann 1. júní 2017

Við hvetjum alla til að viðhalda og varðveita grunnstoðir lýðræðisins sem er m.a. tjáningafrelsið. Í því felst að geta tjáð skoðanir sínar óheft og þar með að láta sig málin varða

Skráðu þig félagi!

Stefna flokksins

Frelsisflokkurinn stendur vörð um íslenskt fullveldi og frelsi íslensku þjóðarinnar

Flokkurinn vill varðveita og efla íslenska þjóðmenningu og tungu

Útlendingar sem flytjast til landsins á lögmætum forsendum aðlagist íslensku samfélagi

Frelsisflokkurinn styður þjóðleg viðhorf, kristna trú og gildi

Frelsisflokkurinn tekur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni

Grunnstefna flokksins er þjóðríkjahugsjónin og frelsi þjóða

Innanríkismál

Frelsisflokkurinn berst gegn miðstýringu þjóðfélagsins en fyrir frelsi einstaklinga og samtaka þeirra.

FRELSI er kjarninn í hugmyndafræði flokksins og ber hann jafnrétti þegnanna fyrir brjósti og berst gegn fátækt á Íslandi. lesa meira

Velferðarmál

Heilbrigðismál séu í öndvegi. Allir þegnar þjóðfélagsins njóti öruggrar og  góðrar heilbrigðisþjónustu.

Frelsisflokkurinn leggur áherslu á málefni öryrkja og aldraðra. Íslenskir þegnar njóti forgangs í íslensku samfélagi. Flokkurinn berst fyrir málefnum þeirra sem minnst mega sín.

Flokkurinn vill tryggja öllum íslenskum ríkisborgurum öruggt húsnæði.

lesa meira

Utanríkismál

Frelsisflokkurinn hafnar alfarið aðild Íslands að ESB, Schengen og TISA og vill endurskoða EES með tvíhliða viðskiptasamning við ESB í huga. Frelsisflokkurinn styður aðild að SÞ og Nato og vill efla norrænt samstarf.

Frelsisflokkurinn vill herða landamæraeftirlit og innflytjendalöggjöf og breyta núgildandi útlendingalögum. Frelsisflokkurinn vill varðveita óskoruð yfirráð yfir landamærum og landhelgi Íslands sem er einn af hornsteinum þjóðríkjahugsjónarinnar.

lesa meira

Endurskoðum menntakerfið

Frelsisflokkurinn beitir sér fyrir endurskoðun menntakerfisins frá grunni, m.a. með því að veita námsstyrki í stað námslána til 25 ára aldurs. Mikilvægt er að heilbrigðis- og menntakerfið lúti ætið yfirstjórn íslenska ríkisins. Ríkið geti samt sem áður falið einkaaðilum rekstrarleg verkefni sem m.a. stuðli að hagkvæmni og sparnaði í rekstri. Slíkt fyrirkomulag má þó aldrei skapa ójöfnuð hjá islenskum þegnum í velferðarkerfinu, hvorki með tilliti til efnahags né búsetu.

Frjáls viðskipti

Frelsisflokkurinn styður frjálsa viðskiptasamninga þjóða um heim allan á jafnréttisgrundvelli til hagsbóta öllum þjóðríkjum.

Flokkurinn berst gegn hinni óheftu alþjóðavæðingu sem hefur stórskaðað hagsmuni og ógnað lífsafkomu íbúa þjóðríkja víða um heim.

Eftirlit með landamærum

Frelsisflokkurinn vill herða landamæraeftirlit og innflytjendalöggjöf og breyta núgildandi útlendingalögum.

Flokkurinn vill varðveita óskoruð yfirráð yfir landamærum og landhelgi Íslands sem er einn af hornsteinum þjóðríkjahugsjónarinnar.

Tjáningarfrelsi

Frelsisflokkurinn styður frjálsa fjölmiðlun og vill algjöra uppstokkun á RÚV og krefst þess að sameiginlegur fréttamiðill landsmanna gæti hlutleysis í hvívetna. Frelsisflokkurinn er á móti þöggun og skoðanakúgun.

Frumvarp um fóstureyðingar

Flokkurinn hafnar alfarið nýju frumvarpi um fóstureyðingar.

Skráðu þig á póstlistann

Flokkstjórnin

Eftirtaldir aðilar sitja í stjórn flokksins

Gunnlaugur Ingvarsson

Formaður

Ágúst Örn

Stjórn

Einar Hjaltason

Stjórn

Guðmundur Jónas

Stjórn

Gunnar Karlsson

Stjórn

Höskuldur Geir

Stjórn

María Magnúsdóttir

Stjórn

Gústaf Níelsson

Stjórn

Nýjustu fréttir

Hérna koma nýjustu fréttir, greinar og viðtöl.

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan með öllum helstu upplýsingum og við munum hafa samband eins fljótt og autt er.