Okkar rödd þarf að heyrast

Frelsisflokkurinn

Við stöndum vörð um íslenskt fullveldi og frelsi íslensku þjóðarinnar.

Við viljum efla íslenska menningu og íslenska tungu.

Við styðjum þjóðleg viðhorf, kristna trú og gildi.

Við setjum almannahagsmuni ofar sérhagsmunum.

Útlendingar sem flytjist til landsins á lögmætum forsendum aðlagist íslensku samfélagi og virði lög landsins.

Flokkurinn berst gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu.

Þjóðríkjahugsunin og þjóðfrelsið er ein af grunnstoðum flokksins.

Gunnlaugur Ingvarsson

Ávarp formanns

Frelsisflokkurinn býður nú í fyrsta skipti fram til borgarstjórnar Reykjavíkur. Nú gefst kjósendum einstakt tækifæri til að koma öðruvísi stjórnmálaflokki til áhrifa í borgarstjórn og í íslenskum stjórnmálum. Flokki sem þorir að skora á hólm hinn pólitíska rétttrúnað og fara á móti straumnum.

Frelsisflokkurinn er þjóðlegt, borgaralegt stjórnmálaafl. Alls staðar í Evrópu hafa slíkir flokkar verið í bullandi sókn og aðeins tímaspursmál hvenær sú bylgja nær Íslandsströndum.

Það þarf kjark til að bjóða sig fram fyrir Frelsisflokkinn og það þarf líka kjark til að kjósa flokkinn. Við skorum á fólk að kjósa okkur. Þegar í kjörklefann er komið þarf enginn að vita hvað þú kýst og þú þarft heldur ekki að segja frá því. En fyrir tjáningarfrelsið og gegn skoðanakúgun þá er lýðræðinu nauðsynlegt að kröftug rödd okkar fái að heyrast.

Gunnlaugur Ingvarsson,
formaður Frelsisflokksins og oddviti flokksins í Reykjavík

Stefna Frelsisflokksins í borgarmálum

Samgöngumál

Engar gripaflutningalestir

Við erum á móti hugmyndum um svokallaða borgarlínu. Einkabíllinn þjónar hagsmunum borgarbúa best og tryggir sjálfstæði og frelsi einstaklingsins.

Greiðum fyrir umferð

Í stað borgarlínu er hægt bæta samgöngur í borginni með því að stækka stofnæðar, svo sem við Miklubraut og Sæbraut. Ráðast þarf í gerð Sundabrautar strax. Fækkum umferðartefjandi hindrunum, svo sem þrengingum gatna og eyðileggjandi hraðahindrunum. Taka þarf burt tefjandi umferðarljós gangandi fólks við Miklubraut og Sæbraut, og setja í staðinn undirgöng sem þjóna gangandi fólki og auka öryggi allra vegfarenda. Hætta þarf tilgangslausum lokunum fyrir bílaumferð í miðborginni. Lækkum verulega fargjöld í strætó.

Rafbílavæðum Reykjavík

Höfuðborgin taki forystu á heimsvísu sem hátækniborg sjálfkeyrandi mengunarlausra deiliökutækja.

Húsnæðismál

Skortur á íbúðum, himinhátt leiguverð og erfiðleikar við fasteignakaup er veruleiki margra Reykvíkinga. Frelsisflokkurinn vill auka lóðaframboð og brjóta ný byggingarsvæði á Kjalarnesi, í Viðey, í Úlfarsárdal og víðar. Að efnt verði til hönnunarsamkeppni um byggingu á, að minnsta kosti, 3000 litlum einingaíbúðum í borginni fyrir ungt fólk þar sem fari saman lágt verð og gæði. Reykjavíkurborg lækki lóðaverð í slíkum tilfellum. Við styðjum séreignarstefnuna og viljum að lánshæfismatið verið tekið til endurskoðunar þannig að fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð sjálfir. Frelsisflokkurinn styður líka frjáls leigufélög sem starfa á samvinnugrundvelli.

Höfuðborgin verði ekki hælisgreni

Að borgin segi þegar í stað upp samningi við Útlendingastofnun sem sjálfkrafa skyldar Reykjavíkurborg til að útvega hundruðum hælisleitenda húsnæði, mitt í húsnæðiseklunni. Þó svo borgin fái beinan kostnað vegna þessa endurgreiddan frá okkur skattgreiðendum gegnum ríkið þá kemur til viðbótar gríðarlegur óbeinn kostnaður félagslega kerfisins í Reykjavík. Þetta leiðir líka til enn frekari hækkunar húsnæðisverðs og hindrar borgina í að hjálpa þeim þúsundum Reykvíkinga sem eru í miklum húsnæðisvandræðum. Forgangurinn verði að hjálpa okkar fólki, áður en farið verður í að bjarga öllum heiminum.

Enga mosku í Reykjavík

Frelsisflokkurinn vill sporna gegn íslamsvæðingu og hafnar fjölmenningu sem boðar undirgefni við íslam. Þess vegna viljum við að lóðaúthlutun til safnaðar múslima í Sogamýri verði afturkölluð þegar í stað. Stækkunarheimildir ásamt byggingu bænakallsturns við Ýmishúsið til salafistamúslima verði afturkallaðar. Algert bann verði sett við að erlent fjármagn verði notað til moskubygginga.

Velferðarmál

Hlúum að eldri borgurum og þeim sem greinast með alvarlega sjúkdóma

Opnuð verði skrifstofa sem heldur utan um þá sem glíma við alvarleg veikindi. Heimahjúkrun við þessa hópa verði efld. Hugað verði sérstaklega að því að þeir einstaklingar sem búa einir fái þá aðstoð sem þeir þurfa.

Nýr Landsspítali á nýjum stað! Framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahússins verði ekki við Hringbraut, heldur á nýjum og hentugri stað. Framkvæmdum verði flýtt.

Skerum niður í yfirstjórn borgarinnar

Grunnþjónusta í stað gæluverkefna

Við viljum setja peninga í þjónustu við hinn venjulega borgarbúa en ekki í fjáraustur til allskonar sérhagsmuna- og þrýstihópa sem eru rétttrúnaðarelítunni þóknanlegir.

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð verði lagt niður. Fjölmenningarráð lagt niður. Mannréttindaráð lagt niður. Innviðagjald afnumið. Nefndum borgarinnar verði fækkað um a.m.k. helming.

Reykjavíkurflugvöllur

Flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og hann styrktur í sessi.

Menntamál

Borgin segi upp samstarfi sveitarfélaganna um miðstýrða kjarasamninga kennarastéttarinnar. Þá geti borgin tekið upp sjálfstæða kjarasamninga við kennara einstaka skóla og þannig komið sér út úr steinrunnu miðstýrðu launakerfi.

Leikskólar

Að öllum börnum verði tryggt leikskólapláss eða gæsla strax eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Grunngjald leikskólans verði gjaldfrjálst og þetta framkvæmt í áföngum. Stefnt verði að því að auka einkavæðingu leikskóla.

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verði aftur hafinn til vegs og virðingar

Núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur skipulega unnið að því að gera sem minnst úr Þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Frelsisflokkurinn vill að 17. júní verði aftur gerður að stærstu fjölskylduhátið höfuðborgarinnar.

{

Frelsisflokkurinn berst gegn óheftri alþjóðavæðingu sem skaðað hefur hagsmuni og lífsafkomu íbúa landa víða um heim og er á góðri leið með að eyðileggja sérkenni og menningu þjóðríkja. Flokkurinn styður þjóðríkjahugsjónina en hafnar öfgum alþjóðasinna um landamæralaus ríki og taumlausri alþjóðavæðingu í þágu fárra. Við hvetjum alla þjóðholla Íslendinga til að koma til liðs við okkur í baráttunni um Ísland og fyrir bættum kjörum íslensks almennings.

– Frelsisflokkurinn

Framboðslisti Frelsisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 26. maí 2018

1. Gunnlaugur Ingvarsson

1. Gunnlaugur Ingvarsson

bifreiðastjóri

2. Ágúst Örn Gíslason

2. Ágúst Örn Gíslason

stuðningsfulltrúi

3. Svanhvít B. Tómasdóttir

3. Svanhvít B. Tómasdóttir

listakona

4. Sverrir J. Sverrisson

4. Sverrir J. Sverrisson

umsjónarmaður fasteigna

5. Þorsteinn B. Einarsson

5. Þorsteinn B. Einarsson

sjúkraliði

6. Hildur Guðbrandsdóttir

6. Hildur Guðbrandsdóttir

húsmóðir

7. Ingvar Jóel Ingvarsson

7. Ingvar Jóel Ingvarsson

verkstjóri

8. Egill Þór Hallgrímsson

8. Egill Þór Hallgrímsson

blikksmíðanemi

9. Axel B. Björnsson

9. Axel B. Björnsson

lager- og vörustjóri

10. Unnar Haraldsson

10. Unnar Haraldsson

trésmiður

11. Berglind Jónsdóttir, hönnuður
12. Kári Þór Samúelsson, stjórnmálafræðingur
13. Svandís Ásta Jónsdóttir, verslunarkona
14. Guðrún M. Jónsdóttir, starfsmaður á geðdeild
15. Marteinn Unnar Heiðarsson, bifreiðarstjóri
16. Anna Kristbjörg Jónsdóttir, húsmóðir
17. Guðmundur Ólafarson, verslunarmaður
18. Mías Ólafarson, garðyrkjuverkamaður

19. Haraldur Einarsson, tamningamaður
20. Ævar Sveinsson, rafvirki
21. Björgvin Þór Þorsteinsson, vaktmaður
22. Jón Ingi Sveinsson, sjómaður
23. Höskuldur Geir Erlingsson, húsasmiður
24. Birkir Ívar Dagnýjarson, matreiðslumaður
25. Guðrún Helgadóttir, ellilífeyrisþegi
26. Magnús Ingi Sigmundsson, iðnfræðingur

Fréttir, viðtöl & greinar

Fylgist með umræðunni

Frelsisflokkur til varnar og sóknar

Þetta er þvert á þá pólitísku þróun sem nú á sér stað víðast erlendis. Þar sem vinstrimennska er á undahaldi ásamt fjölmenningarmarxisma og pólitískum rétttrúnaði, gagnvart framsæknum þjóðhyggjuöflum, nú síðast í þingkosningunum í Þýskalandi.

Frelsisflokkurinn og baráttan um Ísland

Flokkurinn er með mjög skýra þjóðlega stefnu í Evrópumálum, öryggis- og varnarmálum, og málefnum hælisleitenda þar sem nánast galopnum landamærum á grundvelli nýrra útlendingalaga til viðbótar við Schengen-ruglið er hafnað!

Skrifstofa

Vogatunga 70
270 Mosfellsbæ

Sími

760 1771

Netfang

frelsisflokkur@frelsisflokkur.is

Reikningur og kennitala

R: 1161-26-170617
Kt: 680617-0230

Frelsisflokkurinn og velunnarar á fésbókinni

Share This